Coca-Cola Europacific Partners á Íslandi óskar eftir öflugum einstaklingi í sölu og áfyllingarstarf. Um ræðir vörumerki sem eru meðal stærstu og þekktustu alþjóðlegu vörumerkja í heiminum og er neytt daglega af milljörðum fólks um allan heim. Coca-Cola á Íslandi er alþjóðlegur vinnustaður með 80 ára sögu í íslensku samfélagi. Um er að ræða starf við að framfylgja umsömdum söluáherslum og tryggja að framstillingar séu samkvæmt áætlunum í matvöruverslunum.
Helstu verkefni og ábyrgð
Áfylling, uppröðun og framsetning á vörum í matvöruverslunum
Móttaka á pöntunum og eftirfylgni
Sala á vörum fyrirtækisins
Tryggja framsetningu og vöruframboð á vörum í matvöruverslunum samkvæmt áætlunum,
Menntunar- og hæfniskröfur
Gilt bílpróf
Stúdentspróf eða sambærileg menntun
Reynsla af áfyllingu í verslunum, sölu eða þjónustu
Góð almenn tölvuþekking
Hæfni til að tileinka sér nýjungar í rafrænum lausnum
Fagleg framkoma og þjónustulund
Stundvísi og reglusemi
Sjálfstæð og skipulögð vinnubrögð
Góð íslensku eða enskukunnátta
Um er að ræða fullt starf (unnið er aðra hvora helgi).
.
Umsóknarfrestur er til og með 14. Ágúst. Athugið að ekki er tekið við umsóknum eða ferilskrám í tölvupósti.
Allir einstaklingar yfir 18 ára sem uppfylla hæfniskröfur eru hvattir til að sækja um störf, óháð kyni, trúarbrögðum, litarhætti, uppruna, kynhneigð eða fötlun.