Coca-Cola á Íslandi er alþjóðlegur vinnustaður sem hefur djúpar rætur og 80 ára sögu í íslensku samfélagi. Við bjóðum upp spennandi og lífilegan vinnustað þar sem unnið er markvisst að jafnréttismálum, vexti og vellíðan starfsmanna. Sjálfbærnistefnan okkar er metnaðarfull og stikar leiðina að betra samfélagi og eru starfsmenn hvattir til að taka þátt í að fylgja henni eftir, sýna frumkvæði og vinna að sífelldum úrbótum. Ef þú vilt hafa áhrif, hvetjum við þig til að slá til!
Við leitum að jákvæðum, drífandi og talnaglöggum einstaklingi í starf sérfræðings á fjármálasviði. Um er að ræða krefjandi en spennandi starf við mánaðarleg uppgjör og kostnaðargreiningar, eftirfylgni áætlana og samskipti við erlenda samstarfsaðila. Viðkomandi þarf að vera skipulagður, áreiðanlegur og hafa frumkvæði.
Helstu verkefni:
Mánaðarleg uppgjör og kostnaðargreiningar
Uppfærsla og eftirfylgni áætlana
Skil uppgjörs- og áætlunargagna til samstæðu
Ársreikningsgerð og skattútreikningur auk samskipta við endurskoðendur
Leiða áætlanagerð
Verkstýra og taka þátt í margvíslegum verkefnum þvert á fyrirtækið
Hæfniskröfur:
Menntun í viðskiptafræði eða verkfræði
Reynsla af bókhalds- og uppgjörsvinnu mikilvæg
Mjög góð Excelkunnátta
Góður skilningur á rekstri fyrirtækja
Gott vald á ensku í ræðu og riti
Reynsla af greiningarvinnu og viðskiptagreind kostur
Reynsla af vinnu á endurskoðunarstofu eða sambærilegu starfi er kostur
Reynsla af starfi í alþjóðlegu umhverfi er kostur
Ert þú ekki viss um að þú uppfyllir hæfniskröfur en hefur brennandi áhuga? Við viljum fá sem fjölbreyttastar umsóknir frá fólki af öllum kynjum og af ólíkum bakgrunni. Hafðu samband við okkur ef þú ert efins.
Nánari upplýsingar veitir Rannveig Tanya Kristinsdóttirrkristinsdottir@ccep.com en eingöngu er tekið við umsóknum í gegnum ráðningavef CCEP.
ATH ekki hafa neina sérstafi, tölustafi eða bil í nafni viðhengja, annars er ekki hægt að senda inn umsókn.
Umsóknarfrestur er til og með 15. ágúst 2022
Allir einstaklingar sem hafa náð 18 ára aldri og uppfylla hæfniskröfur auglýstra starfa eru hvattir til að sækja um störf, óháð kyni, trúarbrögðum, litarhætti, uppruna, kynhneigð, aldri eða fötlun.